Reglur

Meginregla Ævintýragarðsins er að stuðla að öryggi og vellíðan gesta okkar, vinsamlegast virðið reglurnar okkar til að allir geti notið dvalar sinnar.

Húsreglur Ævintýragarðsins

 1. Öll börn verða að vera undir eftirliti fullorðins einstaklings, Ævintýragarðurinn býður einungis upp á aðstöðu og leiktæki en ekki gæslu af nokkru tagi.
 2. Vinsamlegast farið úr skóm í andyri, þetta á bæði við um börn og fullorðna. Æskilegt er að vera í sokkum.
 3. Vinsamlegast virðið aldurskiptingu svæðanna. Litla svæðið er einungis fyrir 0-3 ára börn og þar eiga litlu börnin að geta leikið sér örugg fyrir átroðningi eldri barna. Stóra svæðið fyrir 3-12ára.
 4. Föt með löngum snúrum eða reimum eiga ekki heima á leiksvæðinu.
 5. Engir oddhvassir hlutir meiga vera í leiktækjunum.
 6. Enginn matur, drykkur eða tyggjó er leyfður í öllum leiksalnum, einungis í matsal.
 7. Forráðamenn eru ábyrgir fyrir hegðun og velferð barns í þeirra umsjá og ber þeim að hafa eftirlit með börnum á þeirra vegum. Þetta á einnig við um forráðamenn sem eru að halda afmæli.
 8. Vinsamlegast tilkynnið öll slys til starfsmanna til að hægt sé að bregðast við og tryggja að svæðið sé öruggt. Öll slys eru skráð á eyðublað sem eru í afgreiðslu.
 9. Allar skemmdir á eigum Ævintýragarðsins, viljandi eða óviljandi, verður að tilkynna næsta starfsmanni.  Vítavert gáleysi forráðamanna barna á eigum Ævintýragarðsins getur verið skaðabótaskylt.
 10. Vegna heilbrigðisástæðna fara allar bleiuskiptingar fram á skiptiborði inni á salerni.
 11. Öll verðmæti ættu að vera hjá fullorðnum, Ævintýragarðurinn ber ekki ábyrgð á skemmdum, stuldi eða týndum hlutum.
 12. Við ráðleggjum að klæðast síðbuxum og langerma bolum á meðan leik stendur til að minnka hættu á smásárum.
 13. Bakvið hoppukastala er ekki leiksvæði. Öryggis vegna er ekki hægt að girða það svæði af og því verða forráðamenn að gæta þess að börn fari ekki þangað.
 14. Ofbeldi og einelti hjá börnum og fullorðnum er ekki liðin í Ævintýragarðinum og getur leitt til að gerendum verði vísað út án endurgjalds.

 

Leiktækin

 1. Það mega að hámarki vera 10 börn í hoppukastala í einu.
 2. Veggir hoppukastala eru til að verja börnin, ekki má hanga í þeim, príla á þeim né klifra.
 3. Börn verða að fara strax úr rennibrautum þegar þau eru komin niður.
 4. Það er ekki leyfilegt að príla eða hanga í netum eða stoðgrind leikgrinda.
 5. Það má ekki henda boltum úr boltasvæðunum.
 6. Það má ekki klifra utaná rennibrautum.
 7. Laus leiktæki eru ekki til að kasta eða færa til, það má sérstaklega ekki fara með lausu leiktækin í leikgrindur eða hoppukastala.
Auglýsingar
%d bloggurum líkar þetta: