Afmælisveislur

Hægt er að halda afmæli í tveimur mismunandi herbergjum í Ævintýragarðinum. Annað herbergið rúmar 15 börn en hitt herbergið rúmar allt upp í 30 börn.

Afmælisveislan – Pizza, djús og sleikjó, 1.600,- kr pr. barn

Afmælisgestum er velkomið að koma með sína eigin tertu, það er einnig velkomið að koma með sína eigin diska og glös ef þeir kjósa að hafa ákveðið þema í veislunni.

Afmælisveislur standa yfir í tvo tíma. (Athugið að herbergið leigist í 1 klst og 45 mín, síðustu 15 mínúturnar fara í þrif á herberginu)

Greitt er í lok afmælisins fyrir þau börn sem mæta.

Til þess að bóka afmælisveislu er hægt að senda póst á
aevintyragardurinn@gmail.com eða hringja í síma 571-1170*

*Ath. Símapantanir fara fram á opnunartímum

 

Gagnlegar upplýsingar þegar pantað er afmæl

  • Það þarf að koma fram nafn þess sem heldur afmælið og símanúmer
  • Það er mjög góð regla að panta með góðum fyrirvara eða 3 -4 vikna til að tryggja sér pláss
  • Það þarf að koma fram hversu mörgum börnum er búist við
  • Tímasetningar á útleigu afmælisherbergjanna er hér fyrir ofan, ekki er hægt að hafa annan tíma.
  • Afpanta þarf ef að hætt er við afmælið og ekkert gjald er tekið fyrir.
  • Forráðamenn afmælis eru ábyrgir fyrir að gestir þeirra fylgi húsreglum Ævintýragarðsins því er gott að vera 1-2 fullorðnir með hópinn.

 

 

 

Auglýsingar
%d bloggurum líkar þetta: