Um Ævintýragarðinn

Ævintýragarðurinn er staður fyrir alla fjölskylduna í Skútuvogi 4.  Við bjóðum upp á leiktæki og ýmsa afþreyingu fyrir börn á aldrinum 0-12 ára og foreldra í notalegu og öruggu umhverfi.

Fyrirmynd garðsins má finna víða á Norðurlöndum og um heim allan í svokölluðum „softplaycenters„, en það eru  innanhús rólóvellir þar sem eru tæki og aðstaða fyrir börn til leikja undir eftirliti foreldra.

Meðal leiktækja sem við bjóðum upp á eru trampólín, hoppukastalar, boltaland, klifurgrind og risa leikgrind. Einnig erum við með sérstakt leiksvæði fyrir börn á aldrinum 0-3 ára.

Foreldrar geta tekið þátt í leikjunum með börnunum eða slakað á í þæginlegu umhverfi og lesið blöð og tímarit eða vafrað á internetinu.

Léttar veitingar eru seldar í Ævintýragarðinum. Kaffi, pizzur, bakkelsi og samlokur eru meðal þess sem boðið er upp á.
í Ævintýragarðinum eru einnig tvö afmælisherbergi þar sem kjörið er að halda afmælisveislur af öllum stærðum og gerðum.

 

 

Athugið að Ævintýragarðurinn veitir aðeins aðstöðu og tæki til leikja, börn eru alfarið á ábyrgð foreldra. Starfsmenn Ævintýragarðsins eru einungis til að sjá um starfssemina en ekki barnagæslu.

Auglýsingar
%d bloggurum líkar þetta: